Þann 30. nóvember sl. voru opnuð tilboð í snjómokstur á tengivegum, héraðsvegum og heimreiðum í Rangárþingi eystra 2021-2024 og bárust tilboð frá þremur aðilum. Búið er að semja við Eyfell ehf. um mokstur á svæði 3 sem að er Vestur og Austur Eyjafjöll og við Jökultak ehf. um svæði 1 sem er Fljótshlíð og Hvolhreppur hinn forni og svæði 2 sem er Austur- og Vestur Landeyjar.