Teiknun og málun er ein af valgreinum í samfellustarfi og eru tæplega 50 krakkar í fjórum hópum sem völdu þá grein. Listamenn framtíðarinnar voru niðursokknir í sköpun sinni, undir handleiðslu Sigrúnar Jónsdóttur myndmenntakennara. Markmiðið með námskeiðinu er að njóta þess að lifa og leika sér  með blýanta og liti. Teikna eftir náttúrunnar formum og skapa eitthvað nýtt og spennandi út frá persónulegum áhuga hvers og eins. Fullt traust er borið til þess að nemendur komi með góðar hugmyndir.

nullnullnullnullnullnullnull