Safnahelgi á Suðurlandi verður haldin 31. október - 2. nóvember

Sögusetrið Á Hvolsvelli

Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá alla helgina.

Frítt inn laugardag og sunnudag

Síðasta sýningarhelgi List í héraði

Í Gallerý Ormi sýna nú 10 áhugalistamenn úr Rangárvallasýslu undir heitinu List í héraði. Verkin eru eins fjölbreytt og listamennirnir eru margir og gefst hér frábært tækifæri til að kynnast listalífinu í héraði betur.

Stóra saumahelgin í Njálureflinum

Frá klukkan 10 á laugardagsmorgun og eins lengi fram eftir og fólk vill verður saumað í Njálurefilinn í Refilstofunni. Síðan hefst saumaskapurinn aftur klukkan 10 á sunnudagsmorgun og saumað verður til klukkan 17:00. Nú er lag að koma og setja spor sitt í söguna í bókstaflegri merkingu og kynnast þessu frábæra verkefni.

Ýmsar uppákomur

Sláturfélag Suðurlands ætlar að koma og vera með kynningu á sínum landsfrægu vörum milli 13 - 15 á laugardaginn. Það er enginn svikinn af þessu góða hráefni sem að SS býður upp á.

Aðalheiður M. Gunnarsdóttir syngur fyrir gesti á laugardag kl. 14:00 og á sunnudag kl. 15:00

Á sunnudaginn kl. 14:00 munu Kristín Dudziak Glúmsdóttir, Glúmur Gylfason og Helga Sigfúsdóttir spila nokkur lög og einnig munu þær Íris og Elísabet Dudziak syngja.

Hugverk í Heimabyggð verður svo með uppákomu á laugardaginn en þá verða nokkrir listamenn við vinnu sína í Sögusetrinu.

Skógasafn

Opið verður föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 11 -16. Skógasafn er eitt stærsta sinnar tegundar á Íslandi og vel þess virði að heimsækja. Byggðasafnið er forvitnilegt safn af munum úr héraði og nágrenni og á Samgöngusafninu má finna hin ýmsu tæki og tól. Kaffihús safnsins er einnig opið.

 

Gestastofan á Þorvalsdeyri

Opið verður föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 11 -16. Í Gestastofunni má finna mikinn fróðleik um gosið í Eyjafjallajökli og einnig er sýnd heimildarmynd um upplifun heimafólksins á Þorvaldseyri af eldgosinu.