Opnun Safnahátíðar fer fram í Þjórsárstofu í Árnesi fimmtudaginn 31. október kl. 16:00. 

Friðrik Erlingsson rithöfundur opnar formlega þennan stóra menningarviðburð sem teygir anga sína um allt Suðurland. 
Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga flytur ávarp. 

Flutt verða fjölbreytt tónlistaratriði, söngur og hljóðfæraleikur listamanna á ýmsum aldri; Glódís Guðmundsdóttir, Ljósbrá Loftsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Magnea Gunnarsdóttir og Sigríður Lára Jónasardóttir. 
Safnarasýning Upplits verður einnig opnuð við þetta tækifæri, sjaldséðir munir úr sveitinni. 
Málverkasýning Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir.

Boðið verður upp á veitingar. 
Allir velkomnir