Rut og Richard halda tónleika á Kvoslæk

    Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 30. september kl. 15.00. Yfirskrift tónleikanna er Belgíski fiðluskólinn en Rut stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann í Brussel. Þau leika verk eftir tónskáldin Vieuxtemps, Wieniawski og Ysaÿe sem allir kenndu við skólann og César Franck en hann var belgískur að uppruna.
    

Aðgangur 2000 kr. fyrir fullorðna.
Tónleikarnir eru styrktir af Félagi íslenskra tónlistarmanna og Uppbyggingarsjóði Suðurlands