Boðaðar hafa verið verkfallsaðgerðir Félags opinnberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS)
á næstu vikum. Aðgerðirnar standa í einn til tvo daga í senn, sem hér segir:

  • 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars, 31. mars og 1. apríl.

Ótímabundið verkfall er boðað frá og með 15. apríl, hafi samningar ekki náðst. Eftirfarandi upplýsingar eiga við um fyrstu daga verkfalls 9. og 10. mars

 

Leikskólinn Örk

  • Skert þjónusta en þó verða allar deildir opnar, a.m.k. hluta úr degi. Sjá nánari upplýsingar í tölvupósti frá skólastjóra.
  • Allar máltíðir verða í boði miðað við opnunartíma viðkomandi deildar.
  • Leikskólagjöld verða endurgreidd fyrir þann tíma sem barn fær ekki vistun vegna verkfalls
  • Nánari upplýsingar í tölvupósti til foreldra frá skólastjóra.

 

Hvolsskóli

  • Mánudaginn 9. Mars
    • Kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá yngsta- og miðstigi.
    • Nemendur á elsta stigi mæta ekki skólann ef til verfalls kemur til að hægt sé að tryggja öryggi nemenda.  
    • Heimkeyrsla 13:10 og 15:00
  • Þriðjudaginn 10. mars
    • Börn á yngsta og miðstigi mæta kl. 8:10 sem, auk þess sem nemendur í 9. bekk mæta en þau eru að fara í samræmt könnunarpróf þennan dag.
    • Nemendur í 8. og 10. bekk mæta ekki þennan dag ef til verkfalls kemur.
    • Skóla lýkur hjá nemendum kl. 12:30
    • Heimkeyrsla strax að loknum skóla kl. 12:30
  • Báðir dagar:
    • Skólaskjól verður lokað. Ekki verður innheimt gjöld fyrir þá daga.
    • Símsvörun verður í lágmarki báða dagana, bendum á skolastjori@hvolsskoli.is og forfoll@hvolsskoli.is fyrir veikindaskráningu.
    • Gæsla verður takmörkuð, en öryggi og vellíðan nemenda verða þó tryggð
    • Hafragrautur verður ekki í boði að morgni, en hádegismatur verður í boði
    • Enginn stuðningur verður í bekkjum
    • Sundkennsla fellur niður báða dagana, öll börn fara í íþróttir í staðinn.
    • Nánari upplýsingar í tölvupósti til foreldra frá skólastjóra.

Íþróttamiðstöð

  • Íþróttahús og líkamsrækt opin frá 8-15.
  • Sundlaug verður lokuð báða dagana.
  • Allar æfingar í íþróttahúsi falla niður.

 

Skrifstofa Rangárþings eystra

Áhaldahús

  • Verulega skert þjónusta, verkefnum forgangsraðar eftir mikilvægi.

Félagsþjónusta

  • Skert símsvörun. Bent er á netfangið felagsmal@felagsmal.is
  • Mestur hluti heimaþjónustu mun falla niður. Búið er að hafa samband við skjólstæðinga.

Kirkjuhvoll

  • Áhrif verkfalls engin.

Tónlistarskóli Rangæinga

  • Kennsla verður samkvæmt stundaskrá

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að breyta þessu skipulagi, efir því sem við á til að bregðast við aðstæðum hverju sinni. Munu upplýsingar verða birtar á heimasíðu og tilkynningar sendar með tölvupósti eftir venjulegum leiðum.