Landsmót 50+ fór fram í Stykkishólmi 23. - 25. júní sl. 

HSK sendi tvær vaskar sveitir til leiks í Ringó en liðin voru mikið til skipuð keppendum héðan úr Rangárþingi eystra.

Annað liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið en liðið skipuðu þau Ólafur Elí Magnússon og María Rósa Einarsdóttir á Hvolsvelli, Erlendur Árnason frá Skíðbakka og Sigríkur Jónsson, Syðri-Úlfsstöðum. Hitt liðið fékk frækið brons en í liðinu spiluðu þeir bræður Guðmann Óskar og Ármann Fannar Magnússynir.

Ringó hefur verið afar vinsælt meðal unglinga og ungmenna í sveitarfélaginu en það er sannarlega ljóst að íþróttin hentar öllum aldurshópum.