Reiðnámskeið fyrir börn í Smáratúni Fljótshlíð

Lárus Bragason kennari  frá Miðhúsum var á dögunum með reiðnámskeið í Smáratúni Fljótshlíð. Námskeiðin voru í tvær vikur og fjöldi nemenda tóku þátt. Þau stöðu sig öll vel og fengu að loknu námskeiði viðurkenningarskjal um þátttöku og góða frammistöðu. Lárus reiðkennari er einstaklega laginn kennari enda með áratuga reynslu og nær hann alltaf vel til allra með jákvæðni og uppbyggilegu viðmóti.