Ratleikur Rangárþings eystra er nú formlega lokið en í ár var ratleikurinn þannig að auglýstir voru 10 staðir í sveitarfélaginu til að heimsækja og til að taka þátt átti að senda mynd af sér á viðkomandi stað. Búið er að draga út sigurvegara úr innsendum myndum en það var Embla Bríet Einarsdóttir sem var sú heppna að þessu sinni. Embla var ein af fjölmörgum sem tóku þátt og heimsótti fleiri en einn stað með fjölskyldu sinni. Embla hlaut að launum gjafabréf í Sportbæ á Selfossi og gjafabréf í Valdísi.

 

Meðfylgjandi mynd af Emblu var tekin í Steinahelli

Við þökkum öllum sem tóku þátt og hlökkum til að hefja Ratleik Rangárþings eystra að ári.