Eins og öll sveitarfélög á landinu ákvað Rangárþing eystra að styðja landssöfnunina Vinátta í verki.

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt samhljóða að styðja verkefnið um 100.000kr.

Nú þegar hafa safnast um 43 milljónir króna til stuðnings þeim sem eiga um sárt að binda.

 

Heimasíða verkefnisins er vinattaiverki.is og þar má finna allar upplýsingar um landssöfnunina.