Rangárþing eystra keppir gegn Sandgerðisbæ í Útsvari föstudaginn 14. október. Lið Rangárþings eystra skipa þau Anna Runólfsdóttir, Árný Lára Karvelsdóttir og Magnús Halldórsson.

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma í sjónvarpssal og styðja sitt lið og þeir sem vilja þurfa þá að vera mættir í Efstaleitið eigi síðar en kl. 19:30.