Rangæingar gerðu gott mót í frjálsum íþróttum um liðna helgi en þá fóru fram Reykjavíkurleikarnir 2018 í Laugardalshöllinni. Sindri Seim Sigurðsson frá Rangárþingi ytra og Birta Sigurborg Úlfarsdóttir frá Rangárþingi eystra fengu bæði boð um að keppa í 600 metra hlaupi 15 ára og yngri. Þau stóðu sig bæði einstaklega vel. Sindri lenti í 2. sæti á tímanum 1:29,88 og bætti hann sig um tæpar 9 sekúndur og sló ársgamalt HSK-met. Birta lenti í 2. sæti og hljóp á tímanum 1:46,33, hún bætti árangur sinn um tæpar 6 sekúndur og var ekki langt frá HSK-metinu. Glæsilegir fulltrúar Rangárþings í frjálsum íþróttum. Til hamingju bæði tvö.