Rangárþing eystra hefur nú opnað Bæjardyr á heimasíðu sveitarfélagsins http://rangarthingeystra.is eða http://hvolsvollur.is. Bæjardyr er rafrænn aðgangur sem veitir íbúum sveitarfélagsins og öðrum viðskiptavinum aðgang að viðskiptaupplýsingum s.s. reikningum, fasteignagjöldum, mötuneytis- og leikskólagjöldum. Innskráning inn á Bæjardyr er í gegnum auðkenningarþjónustu island.is með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Af þessu tilefni hættir sveitarfélagið að senda út greiðsluseðla nema sérstaklega sé óskað eftir því í síma 488 4200 eða á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is

Með þessu eykst hagkvæmni í rekstri og þjónustu við íbúa ásamt minni pappírsnotkun.