Ræðukeppni Hvolsskóla var haldin í dag, föstudaginn 31. janúar. Keppnin stóð á milli krakka af elsta stigi en 4 úr hverjum bekk kepptu. Umræðuefnið að þessu sinni var Gjaldtaka á ferðamannastöðum sem er mjög vinsælt umræðuefni í samfélaginu nú á dögum. Krakkarnir stóðu sig ákaflega vel hvort sem þau báru fram rök með gjaldtöku eða á móti og rökstuddu þau mál sitt mjög vel. Það var því erfitt fyrir dómnefndina að komast að niðurstöðu en að lokum var það Þórný Þorsteinsdóttir, nemandi í 8. bekk, sem bara sigur úr býtum og var valin Ræðumaður Hvolsskóla 2014. Í dómnefnd sátu Sigurður Hróarsson, Ólafur Örn Oddsson og Árný Lára Karvelsdóttir. Umsjón með keppninni var í höndum Auðar Friðgerðar Halldórsdóttur og Ingveldar Guðnýjar Sveinsdóttur, kennara við Hvolsskóla.