Eins og sjá má í vikublaðinu Dagskránni þá hefur Anna Kristín Helgadóttir gefið út bókina Prjónafjör. Anna Kristín, sem búsett er á Hvolsvelli, hefur lengi haft áhuga á prjónaskap og verið dugleg að búa til nýjar uppskriftir. Hún hefur haldið út facebook síðunni Prjónafjör og nú er prjónauppskriftabók með sama nafni komin út. Rangárþing eystra óskar Önnu Kristínu innilega til hamingju með bókaútgáfuna.