Podium festival 6.-9. júní 2013
Í Selinu á Stokkalæk, Norræna húsinu og Hörpu
Podium festival er klassísk tónlistarhátíð fyrir forvitna, nýjungagjarna hlustendur.
Hátíðin er skipulögð af ungu tónlistarfólki en á henni spila fyrrum undrabörn frá sex
löndum. Þau eru þó engin börn lengur og eru því í dag kölluð undraungmenni.
Á hátíðinni er lögð áhersla á að kynna klassíska tónlist á nýjan og ferskan hátt. Til
dæmis verður hvert skúmaskot í Norræna húsinu glætt lífi, myrkur verður nýtt til að
virkja skilningarvitin og frumflutt verður ný og spennandi tónlist.
Hátíðartónskáld ársins er Petter Ekman sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands
síðastliðið vor og stundar nú framhaldsnám í Stokkhólmi. Hann hefur meðal annars
unnið með Caput, Nordic Chamber Soloist og Daníel Bjarnasyni.
Aðalmarkmið skipuleggjanda Podium festivals er að hver einasti gestur gangi út af
tónleikunum með fiðrildi í malla, gæsahúð á höndum og bros á vör.
Tónleikar festivalsins:
Fimmtudagur 6. júní
Opnunartónleikar kl. 19:00, Selinu á Stokkalæk
Föstudagur 7. júní
Kammer og kvikmyndir kl. 19:00, Norræna húsinu
Kvöldblik kl. 21:00, Norræna húsinu
Laugardagur 8. júní
Tónlist á flakki kl. 15:00, Norræna húsinu
Ekki fyrir myrkfælna kl. 17:30, Norræna húsinu
Í stuði á Vesturbrún kl. 22:00, Vesturbrún 18 – frjáls aðgangur
Sunnudagur 9. júní
Lokatónleikar kl. 15:00, Hörpu – frjáls aðgangur
Styrktar- og stamstarfsaðilar Podium festivals eru Selið á Stokkalæk, Norræna húsið,
Harpa, Clara Lachmanns stiftelse, Norsk-islandsk kultursamarbeid, Menningarráð
Suðurlands, Hótel Rangá og Tónlistarsjóður.
Hátíðin er framkvæmd af Ingibjörgu Friðriksdóttur og Þorgerði Eddu Hall en fjöldi ungs fólks kemur jafnframt að
skipulagningu og undirbúningi.
Fleiri upplýsingar um Podium festival: http://podiumfestival.com
Podium festival á Facebook: https://www.facebook.com/PodiumFestivalIceland
Ingibjörg Friðriksdóttir s. 8486965
Þorgerður Edda Hall s. 8465264