Persónuverndarfulltrúi Rangárþings eystra

 

Samið hefur verið áfram við Dattaca Labs um að sinna starfi persónuverndarfulltrúa fyrir Rangárþing eystra. Um er að ræða 2-3ja klukkustunda sérfræðiþjónustu í hverjum mánuði.

 

Árið 2018 þegar ný persónuverndarlöggjöf var innleidd var sveitarfélögum gert skylt að hafa á sínum snærum persónuverndarfulltrúa. Leitaði Rangárþing eystra eftir tilboðum í slíka þjónustu og samdi í kjölfarið við Dattaca Labs um sérfræðiþjónustu í verktöku á innleiðingu löggjafarinnar og starfi persónuverndarfulltrúa.

 

Upphafsinnleiðingarferli hjá Rangárþingi eystra er nú lokið og þótti á þeim tímapunkti ástæða til að gera verðkönnun á viðhaldsþjónustu þrátt fyirr að umfang viðskiptanna væri langt undir viðmiðunarmörkum um opinber innkaup. Ákveðið var að leita til aðila sem höfðu sýnt áhuga á því að sinna starfi persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið á innleiðingartímanum. Þrjú verðtilboð bárust sveitarstjórn. Ákvörðun sveitarstjórnar að lokinni yfirferð tilboða var að halda áfram viðskiptum við Dattaca Labs,  enda sinna þau starfi persónuverndarfulltrúa hjá fjölda sveitarfélaga og fyrirtækja og hafa því mikla reynslu og þekkingu á sviðinu og hafa þjónustað Rangárþing eystra vel.