Öskulagagreining
Fimmtudagskvöldið 20. febrúar mun Bergrún Arna Óladóttir jarðfræðingur og nýdoktor við Norrænu eldfjallastöðina, Jarðvísindastofnun, Háskóla Íslands, halda námskeið um gjóskulög í Kötlu jarðvangi. Nokkrar helstu eldstöðvar landsins eru innan marka jarðvangsins og enn fleiri liggja skammt undan. Svæðið hefur ítrekað orðið fyrir gjóskufalli og mikill fjöldi gjóskulaga finnst í jarðvegi. 
Á námskeiðinu verður farið yfir hver helstu gjóskulögin eru, uppruna þeirra, hvar þau finnast og hvernig má bera kennsl á þau. Eins verður rætt um hvaða upplýsingar gjóska getur veitt m.t.t. gossögu og goshegðunar. 
Námskeiðið verður haldið á Kirkjubæjarstofu kl 20.00-22.30 en erindi Bergrúnar verður sent út með fjarfundarbúnaði á sama tíma til Víkur, Hvolsvallar og á Selfoss. Í lok maí/byrjun júní 2014 verður farið í vettvangsferð með Bergrúnu um jarðvanginn þar sem gjóskusnið verða skoðuð (staðsetning og tími auglýst síðar). Verð á námskeiðið með vettvangsferðinni er 5000. kr. 

Skráning fer fram hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í síma 560-2038, steinunnosk@fraedslunet.is eða á heimasíðu Fræðslunetsins www.fraedslunet.is . Nánari upplýsingar  í síma 8570634 (Rannveig) eða á netföngin rannveig@katlageopark.is og jonabjork@katlageopark.is