Það var líf og fjör á skrifstofu Rangárþings eystra í gær, Öskudag. Börn og unglingar klædd sem alls konar kynjaverur af ýmsum stærðum og gerðum létu sjá sig og sungu fyrir starfsfólkið. Mikið var um gleði og kátínu og virtust allir skemmta sér mjög vel. En myndirnar tala sínu máli.