Orðsending frá Héraðsskjalasafni


Nú er verið að fara yfir gögn sem tilheyra gömlu hreppunum áður en sameinað var. Í ljós hefur komið að eitthvað af gögnum vantar, bæði fundargerðabækur sem skylda er að skila sem og önnur gögn sem æskilegt er að séu geymd á Héraðsskjalasafninu.


Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau gögn sem að vantar úr gömlu hreppunum og væri gott ef þeim væri komið til Einars G. Magnússonar en upplýsingar um það eru neðst í fréttinni.

Fundargerðabækur, skjöl og gögn sem æskilegt væri að yrðu afhent héraðsskjalasafni.

Hvolhreppur.
Fundargerðabækur og gögn fræðslunefndar 1934 – 1972. (skylduskil)

Gögn Búnaðarfélags Hvolhrepps.
-   Kvenfélagsins Einingar.
-   Hrossaræktarfélags.
-   Veiðifélags Eystri Rangár.
- Sóknarnefndar Stórólfshvolskirkju.

Fljótshlíð.
Fundargerðabók/bækur fræðslunefndar frá 1952. (skylduskil)

Gögn Búnaðarfélags Fljótshlíðar.
-   Nautgriparæktarfélags Fljótshlíðar.
-   Sauðfjárræktafélagsins Hnífils.
-   Ungmennafélagsins Þórsmerkur.
-   Kvenfélags Fljótshlíðar.
-   Sóknarnefndar Breiðabólsstaðarkirkju.
-   Sóknarnefndar Hlíðarendakirkju.
 
Vestur – Landeyjar.
Hreppsbók 1931 – 1941. (skylduskil)

Gögn fræðslunefndar.
-   Bygginganefndar.
-   Búnaðarfélags Vestur - Landeyja.
-   Nautgriparæktarfélags Vestur - Landeyja.
-   Ungmennafélagsins Njáls.
-   Kvenfélagsins Bergþóru.
-   Slysavarnardeildarinnar Báru.
-   Sóknarnefndar Akureyjarkirkju.

Austur – Landeyjar.
Gögn Búnaðarfélags Austur - Landeyja.
-   Nautgriparæktarfélags Austur – Landeyja.
-   Fjárræktarfélagsins Kyndils.
-   Hrossaræktarfélags Austur – Landeyja.
-   Kvenfélagsins Freyju.
-   Ungmennafélagsins Dagsbrúnar.
-   Slysavarnardeildarinnar Þróttar.
-   Sóknarnefndar Krosskirkju.
-   Sóknarnefndar Voðmúlastaðarkapellu.

Vestur – Eyjafjöll.
Fundargerðabók fræðslunefndar 1960 – 1992. (skylduskil)
Fundargerðabók bygginganefndar 1958 – 1994. (skylduskil)

Gögn Sauðfjárræktarfélags.
-   Hrossaræktarfélags.
-   Kvenfélagsins Eyglóar.
-   Slysavarnardeildarinnar Bóðurhöndin.
-   Sóknarnefndar Stóra – Dalskirkju.
-   Sóknarnefndar Ásólfsskálakirkju.

Austur – Eyjafjöll
.
Fundargerðabækur sveitarstjórnar 1928 – 1962. (skylduskil)

Gögn  Búnaðarfélags  Austur – Eyjafjallahrepps.
-    Nautgriparæktarfélags Austur - Eyjafjallahrepps.
-    Sauðfjárræktarfélagsins Jökuls.
-    Ungmennafélagsins Eyfellings.
-    Kvenfélagsins Fjallkonunnar.
-    Leikfélags Austur – Eyjafjalla.
-    Flugbjörgunarsveitar Austur Eyjafjalla.
-    Sóknarnefndar Eyvindarhólakirkju.

Eflaust eru fleiri félög og sum gögn eru væntanlega glötuð.
Tökum einnig við skjölum frá einstaklingum.
Leiðbeiningar, aðstoð og upplýsingar veitir
Héraðsskjalavörður Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu 
Einar G. Magnússon. einar@visir.is Sími 8938430.