Þriðjudaginn 20. Júlí 2021, voru opnuð tilboð í verkið ,,Leikskóli Vallarbraut, Hvolsvelli - Jarðvinna“. Þremur tilboðum var skilað inn áður en skilafrestur rann út og voru þau opnuð að viðstöddum Ólafi Rúnarssyni fh. Skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþing eystra og Eiríki Búasyni frá Verkís, umsjónarmanni útboðsins.

 

Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:

  1. 43.760.000,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli ehf
  2. 42.675.000,- Spesían ehf
  3. 47.631.000,- VBF Mjölnir

 

Verkís mun nú yfirfara innkomin gögn samkvæmt útboðsskilmálum og tilkynna um endanlega niðurstöðu útboðsins í framhaldinu.