Í dag, 15. júlí 2020, voru opnuð tilboð í verkið ,,Hvolsvöllur 2020 – Gatnagerð Norðan byggðar“. Þremur tilboðum var skilað inn áður en skilafrestur rann út og voru þau opnuð að viðstöddum bjóðendum í fundarherbergi Rangárþings eystra. 

Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:

  1. 92.801.406,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli ehf og Smávélar ehf
  2. 97.425.000,- Spesían ehf
  3. 98.204.450,- Aðalleið ehf

Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á: 103.725.665,- 

Engar athugasemdir voru gerðar eftir opnun tilboða.

Verkfræðistofan EFLA mun fara yfir tilboðin og er gerður fyrirvari á niðurstöðu útboðs af hálfu Rangárþings eystra.