Miðvikudaginn 15. júní kl. 16-18, verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK, þ.a.m. á Hvolsvelli, í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins. Þá munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækisins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi, afmælistertu og aðrar veitingar. Viðskiptavinir og aðrir velunnarar RARIK eru sérstaklega velkomnir.