Íslenska óperan mun sviðsetja hina nýju óperu þeirra Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar,Ragnheiði, sem flutt var í tónleikaformi í Skálholti í sumar. Ragnheiður verður vorverkefni Íslensku óperunnar í Eldborg og er stefnt að frumsýningu 1. mars nk. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari og með titilhlutverkið fer Þóra Einarsdóttir. Tónleikaflutningurinn í Skálholti vakti mikla og verðskuldaða athygli bæði almennra áhorfenda og gagnrýnenda, sem hlóðu verkið lofi.


Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn Daða Halldórsson og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eing og frægt er, var Ragnheiður neydd til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki haft átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Efni þetta hefur áður orðið ýmsum listamönnum viðfangsefni. Einna frægust er skáldsaga Guðmundar Kamban, Skálholt og samnefnt leikrit hans.

Friðrik Erlingsson, sem býr á Hvolsvelli, hefur unnið ötullega að gerð þessarar óperu ásamt Gunnari Þórðarssyni og óskar sveitarfélagið honum innilega til hamingju með árangurinn og afraksturinn.

Af síðu Íslensku óperunnar

Facebook síða óperunnar Ragnheiðar