Leikskólinn Örk á Hvolsvelli bauð í ömmu og afa kaffi í síðustu viku. Þetta er skemmtileg hefð sem hefur skapast í leikskólanum og það er alltaf mikil eftirvænting hjá öllum að fá gesti í kaffi til sín, líka leikskólabörnunum. Börnin nota tækifærið og sýna ömmum og öfum leikskólann sinn og þau verkefni m.a. ýmis listaverk sem þau hafa unnið að í vetur.