Öll heimili með tvær tunnur
Tunnurnar verða tvær (240 l.) við hvert heimili, önnur fyrir óflokkaðan úrgang og hin fyrir það sem fer til endurvinnslu. Í byrjun verður það allur pappír og pappi sem til fellur á heimilunum sem fer í Endurvinnslutunnuna. Heimili hafa ýmist verið með tunnu, poka eða gám í nágrenni fyrir óflokkaðan heimilisúrgang allt eftir staðsetning heimila. Tunnurnar koma nú í stað poka og gáma. Tunna fyrir óflokkaða úrgang verður losuð á tveggja vikna fresti en tunna fyrir endurvinnsluefni verður losuð á sex vikna fresti.
Aðrar breytingar og kynning fyrir íbúum og hagsmunaaðilum
Kynningarefni verður dreift í nóvembermánuði til íbúa og hagsmunaaðila og eins verða haldnir kynningarfundir. Þessir fundir verða auglýstir síðar. Í þessu kynningarefni verður nánar greint frá því hvernig þjónustu við sumarhús og fyrirtæki verður háttað auk þess sem nýtt fyrirkomulag á rekstri gámavalla (flokkunarstöðva) verður kynnt.
Með þessum breytingum eru stigin fyrstu skrefin af mörgum sem sveitarfélögin ætla að stíga í átt að bættu umhverfi og betri framtíð til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og alla íbúa.