Benedikt Benediktsson hefur verið ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Rangárþingi eystra en það eru auk sveitarfélagsins, Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) og íþróttafélagið Dímon sem ráða hann í starfið. Benedikt mun hefja störf í byrjun maí, en miklar vonir eru bundnar við að starfið eigi eftir að efla íþrótta- og æskulýðsstarf enn frekar í sveitarfélaginu. Það voru alls sjö umsækjendur sem sóttu um starfið.
Benedikt er búsettur á Hvolsvelli og er meistaramenntaður í kjötiðn. Hann hefur undanfarin ár unnið mikið með íþróttafélögunum og náð góðum árangri með KFR.
Benedikt er giftur Erlu Berglindi Sigurðardóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn