Aðalfundur KFR var haldinn í gær, miðvikudaginn 20. febrúar, og var fín mæting. Á fundinum var farið í gegnum venjuleg aðalfundarstörf, þar á meðal kosið í stjórn. Jón Þorberg Steindórsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og var Tinna Erlingsdóttir kosin formaður KFR. Aðrir í stjórn eru Tómas Birgir Magnússon, Klara Viðarsdóttir, Guðmundur Úlfar Gíslason, Sigríður Viðarsdóttir, Hulda Dóra Eysteinsdóttir og Guðrún Lára Sveinsdóttir (vantar á myndina).

KFR er öflugt knattspyrnufélag sem heldur úti æfingum frá 8. flokki og upp í Meistaraflokk.

Rangárþing eystra óskar félaginu og nýrri stjórn góðs gengis í sínu starfi.