Í gær, sunnudaginn 1. september, var formlega opnuð ný og glæsileg líkamsræktaraðstaða í Íþróttamiðstöðinni. Opið verður í vetur frá:

 6:30 - 20:45 mánudaga til föstudaga 

10:00 - 14:45 laugardaga og sunnudaga

Í heilsuvikunni verður frítt í líkamsræktina og því gott tækifæri til að kynna sér aðstöðuna og prófa tækin.

Á myndinni má sjá þá Jón Smára Lárusson og Svein Kristján Rúnarsson lyfta lóðum en þeir voru mættir strax við opnun í morgun.