Á Hellishólum í Fljótshlíð hefur mikið verið byggt upp síðustu ár enda ferðaþjónustan þar í miklum blóma. Núna um miðjan mars er verið að ljúka við 18 herbergja hótelbyggingu sem byrjað var á í byrjun september sl. 

Á Hellishólum er nú í dag
2*18 herbegja Hótel Eyjafjallajökull
24 stk sumarhús
15 herbegja Gistiheimili 
24 herbegja Hostel
Tjaldsvæði 
Golfvöllur
Hellihóla vatn sem hægt er að veiða í
Laxveiðiá

Samtals eru þetta 313 rúmstæði.

Framtíðin er björt á Hellishólum, mikið af langtímasamningum við erlendar og innlendar ferðaskrifstofur. Einnig mikið af íslenskum fastakúnnum sem koma reglulega að gista og spila golf og upplifa hlíðina fögru, hina einu og sönnu Fljótshlíð.
Kokkurinn á Hellishólum er heimamaðurinn, Úlfar Gunnarsson, og framreiðir hann gómsæta rétti sem kitla braðgðlaukana.

Í tilefni af opnun nýju hótelbyggingarinnar verður opið hús á Hellishólum laugardaginn 24. mars nk. Milli kl. 17 - 19. Boðið verður upp á pylsur og meðlæti frá Sláturfélagi Suðurlands og drykki frá Ölgerðinni.