29. og 30. september fór Norræna skólahlaupið fram í Hvolsskóla. Nemendur í 6. - 10. bekk hlupu á fimmtudagsmorgun og gátu valið milli 2,5 - 5 og 10 km. Nemendur í 1. - 5. bekk hlupu svo á föstudagsmorgun og gátu valið um 2,5 og 5 km. 

Guri Hilstad Ólason, kennari, hljóp 10 km með vöskum hóp drengja úr 6. - 10. bekk. Með yngri nemendunum hlupu bæði kennarar og starfsfólk ásamt nokkrum eldri nemendum sem hjálpuðu þeim allra yngstu að rata réttu leiðina. Hlaupið er skemmtileg hefð og Hvolsskóli stóð sig afar vel í ár eins og hin fyrri.


Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin og má geta þess að um 63 grunnskólar tóku þátt í hlaupinu í fyrra og hlupu rúmlega 15.000 nemendur um 53.000 kílómetra. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Myndir má finna hér