Þann 1. - 3. nóvember nk. verður saumað allan sólarhringinn í Njálurefilinn og haldið maraþon vegna Safnahelgar á Suðurlandi. Byrjað verður að sauma kl. 13:00 á föstudeginum og saumað allt til 18:00 á sunnudegi. Þeir sem eru áhugasamir mega gjarnan skrá sig á Facebook, njalurefill@gmail.com og/eða í síma: 861-8687/892-6902 og láta vita hvenær áhugi er á að sauma. Að sjálfsögðu er líka velkomið að mæta hvenær sem er, meðan húsrúm leyfir, og taka spor.HAPPADRÆTTI Allir sem koma að sauma fá númer, eftir helgina drögum við 3 númer út og heppnir saumarar fá handavinnupakka í vinning!

Alla helgina verður því líf og fjör í Sögusetrinu, SS verður með kynningu á sínum vörum milli 14 og 16, bæði laugardag og sunnudag, boðið verður upp á upplestur og tónlistaratriði. Frítt inn.