Njálurefillinn á Hvolsvelli hlaut í gær, fimmtudaginn 29. janúar,  Menntaverðlaun Suðurlands 2014. Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það eru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem eiga veg og vanda að tilurð Njálurefilsins en í umsögn um verðlaunin segir m.a. að með Njálureflinum sé Njálssaga sýnd frá öðru sjónarhorni en áður og mikilvæg samvinna á sér stað við öll skólastig og almenning þar sem miðlun bæði sögunnar og þessa forna handverks á sér stað. Það var Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem tók við verðlaununum fyrir hönd Njálurefilsins.

Sveitarfélagið óskar þeim Christinu og Gunnhildi ásamt öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að gerð Njálurefilsins, innilega til hamingju með verðlaunin.


Myndirnar tók Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.