Nemendur Hvolsskóla fóru í fjallgöngu í dag 

Í dag fóru nemendur og starfsfólk skólans í árlega fjallgöngu skólans. Verkefnið hefur það markmið að allir nemendur skólans hafi gengið á tíu fjöll í sveitarfélaginu þegar þau ljúka námi sínu í Hvolsskóla og hafi einnig lært ýmislegt um örnefni og náttúru svæðisins.  
Elsta stig fór á Einhyrning, miðstig á Hrútkoll, 2.-4. bekkur á Setberg fyrir ofan Múlakot og 1. bekkur á Stóra-Dímon.
Allt gekk vel og fengu göngugarparnir sól og gott veður.