Í ljósi aðstæðna í Grindavík er vert að minna fólk á að athuga hvort að það sé með lögbundna brunatryggingu, en hún er sett á hús eftir að húseign hefur öðlast öryggis- og/eða lokaúttekt.

Inní lögbundnu brunatryggingunni er einnig NTÍ trygging sem tekur á tjónum er varða nátturuhamfarir eins og jarðskjálftum, eldgosum, vatnsflóða osfrv.

Lögbundin brunatrygging er sett á húseign við matstig 7 (fullgert hús) eða matstig 8 (tekið í notkun), þá kemur áskorun frá HMS um að sækja um fyrsta brunabótamat í gegnum island.is.

Inná fasteignaskrá getur þú séð stöðu fasteigna þ.e. fasteignamat, brunabótamat, stærð hús og byggingarár.

Þar er farið í auða dálkinn hjá skoða fasteign og stimplað inn heimilisfangið.

 

Ef að brunabótamatið er autt þá er ekki búið að fara í öryggis- eða lokaúttekt og þar af leiðandi er ekki búið að sækja um brunabótamat.

Fasteignaskrá

 

Einnig ætlum við að benda á að öryggisúttekt gildir aðeins í 3 ár frá útgáfu vottorðs.

Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim og leyfisveitandi hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt.“

Nánar um náttúruhamfaratryggingu