Eydís Katla Guðmundsdóttir, námsráðgjafi Fræðslunets Suðurlands, ætlar að vera á skrifstofu Fræðslunetsins á Hvolsvelli þann 18. mars n.k. fyrir hádegi. Hún mun m.a. kynna raunfærnimat fyrir stuðningsfulltrúa og leikskólaliða og einnig bjóða uppá einkaviðtöl. Þeir sem hafa áhuga geta pantað viðtal hjá eydis@fraedslunet.is eða í síma 560 2033.