Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs í desember

Aðventan á árum áður
Dagskrá: Fyrirlestur um uppruna jólanna, gamla íslenska jólasiði og jólasveina. Farið er í undirbúning jóla og aðventu áður fyrr, einnig verða sýnd dæmi um jólaskraut og jólakort og er gestum boðið að föndra einfalt jólaskraut.
Á eftir skunda allir yfir í Skógakaffi þar sem fólk getur keypt sér hressingu og átt saman notalega stund.
 
Nánari upplýsingar  í síma 857 0634 (Rannveig) eða á netfangið rannveig@katlageopark.is. Skráning hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í síma 560 2038 eða steinunnosk@fraedslunet.is
Tími: 8. desember, kl. 13.30-17.00
Staður: Skógasafn
Verð: 1.500 en ókeypis fyrir börn (að 16 ára) og eldri borgara.


Íslenskar sagnir og þjóðtrúarhefð
Júlíanna Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi í sagnamenningu og þjóðtrú fer í grunn að íslenskum sögnum og þjóðtrúarhefð. Telur til elstu dæmi sagna og þjóðtrúarefni og tengsl við önnur lönd. Farið verður í helstu efnisflokka íslenskra þjóðsagna á 19. og 20. öld, sérkenni þeirra og tengsl. Í lokin er áherslan á svæðisbundna sagnahefð og upplýsingaöflun um hana. Kennt í fjarfundi, ýmist sent út frá Kirkjubæjaklaustri eða Hvolsvelli. Þrjú köld í desember, alls 6-8 stundir. 
Námskeiðið verður mánudaginn 9. des, miðvikudaginn 11. des og mánudaginn 16. des frá 20:00 til 22:30. Þrír tímar á hverju kvöldi alls 9 tímar.
Sent er út í fjarfundabúnaði alla dagana og stefnt er að því að þann 9. og 16. verði sent út frá Hvolsvelli en þann 11. verði sent frá Kirkjubæjarklaustri.

Nánari upplýsingar  í síma 857 0634 (Rannveig) eða á netfangið rannveig@katlageopark.is  
Skráning hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í síma 560 2038 eða steinunnosk@fraedslunet.is
Tími: Mánudagar og miðvikudagur,  9., 11. og 16. desember
Staður:  Hvolsvöllur og Klaustur, Selfoss og Vík í fjarfundarbúnaði
Verð: 4.000
Leiðbeinandi: Júlíanna Þóra Magnúsdóttir