Í mars sl. lagði starfsfólk Kirkjuhvols land undir fót og héldu í námsferð til Dublin á Írlandi. 41 starfsmaður fór í ferðina sem tókst frábærlega í alla staði. Hópurinn heimsótti öldrunarheimilið St. Joseph’s Shankill sem að er heimili fyrir heilabilaða. Heimsóknin vakti mikla lukku starfsmanna og ekki annað hægt að segja en starfsmenn hafi komið heim með fullt fang af hugmyndum sem mun nýtast okkur í starfsemi okkar á Kirkjuhvoli.

Fyrir hönd starfsfólks á Kirkjuhvoli

Guðni Steinarr Guðjónsson