Matthías Kristiansen hefur sent okkur myndir sem hann hefur skannað og eru frá skólaskemmtunum í Hvolsskóla, teknar á árunum 1954 - 1960. Þessar myndir og fleiri frá Matthíasi verða á ljósmyndavef Rangárþings eystra sem verður formlega opnaður á 80 ára afmæli Hvolsvallar þann 1. september nk.