Um 45.000 ljósmyndir eru á vefnum Myndasetur.is, bæði skráðar og óskráðar myndir í vörslu héraðsskjalasafnsins. Þar má finna myndir af öllu Suðurlandi og hægt er að leita að myndum eftir efnisorðum eins og t.d. Hvolsvöllur, Landeyjar, Eyjafjöll og Fljótshlíð.