Á hverjum fimmtudagsmorgni milli klukkan 10 og 12 hittast foreldrar sem eru í fæðingarorlofi í Pálsstofu í Hvolnum. Mömmurnar hafa hingað til verið fjölmennari en pabbar eru að sjálfsögðu velkomnir.  Þarna gefst foreldrum tækifæri til að spjalla um allt milli himins og jarðar og oft má heyra hlátrasköllin út á götu því hópurinn er skemmtilegur og fjölbreyttur.

Allir foreldrar sem eru í fæðingarorlofi eru hvattir til að mæta á fimmtudögum.