Kæru íbúar

 

Skólastjórar og forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins hafa unnið að því um helgina að endurskipuleggja starfsemi sveitarfélagins til að mæta nýjum kröfum um skólahald og samkomubann vegna COVID-19. Mánudagurinn verður nýttur til frekari undirbúnings á vegum sveitarfélagsins.

Ljóst er að breytingar verða á þjónustu og skólahaldi samfara þessum nýju kröfum. Við minnum á starfsdag í leik- og grunnskóla á morgun, mánudaginn 16. mars. Nánari upplýsingar um breytta þjónustu og skólahald verður kynnt í framhaldi.

 

Fyrir hönd Rangárþings eystra,

Margrét Jóna Skrifstofu- og fjármálastjóri