Nú þegar snjórinn leggst yfir allt er hér góðlátleg áminning til íbúa í þéttbýlinu. Það er nokkuð um að runnar og annar trjágróður slúti yfir lóðarmörk og yfir gangstéttar. Snjórinn þyngir greinarnar og þær valda vandræðum við snjómokstur og fyrir gangandi vegfarendur.

Því vill Umhverfis- og garðyrkjustjóri sveitarfélagsins beina því til íbúa að klippa og/eða snyrta hjá sér þær greinar sem þetta á við um svo engum verði meint af.

Hér má sjá nokkur dæmi um staði þar sem gjarnan mætti huga að gróðrinum utan lóðamarka.