Til nokkurra ára hefur verið í umræðunni að reisa minnismerki um sjósókn frá Landeyjasandi og minningu um þá sem hafa farist við ströndina. Nú stendur til að koma því í framkvæmd. Af því tilefni ætla Kvenfélagið Freyja, Búnaðarfélag Austur-Landeyja og Ungmennafélagið Dagsbrún að standa saman að fundi í Gunnarshólma fimmtudaginn 13. mars n.k. kl. 20:30 og hvetur áhugasama til að koma og ræða hugmyndir þar að lútandi. Vonumst við til að sjá sem flesta og ef þið vitið af öðrum áhugasömum sem ekki eru virkir á netinu, látið þá fréttirnar berast.