Gamli Múlakotsbærinn ca. 1905.
Gamli Múlakotsbærinn ca. 1905.

Minjastofnun Íslands veitti nýverið styrki úr fornminjasjóði og úr húsafriðunarsjóði.

Fornminjasjóður

Úr fornminjasjóði voru veittir 23 styrkir og var heildarfjárhæð úthlutunar 41.980.000. Eitt verkefni sem staðsett er í Rangárþingi eystra fékk úthlutun en Fornleifastofnun Íslands ses. fékk 3.260.000 fyrir vitnisburð fornleifa að Stóru Borg undir Eyjafjöllum.

Húsafriðunarsjóður

Úr húsafriðunarsjóð voru veittir 202 styrkir og var heildarfjárhæð úthlutunar 301.499.000. Eftirfarandi verkefni í sveitarfélaginu hlutu styrk:

Friðlýstar kirkjur

Akureyjarkirkja   2.500.000

Krosskirkja          4.000.000

Friðlýst hús og mannvirki

Gamli bærinn í Múlakoti                             4.000.000  

Skemma frá Varmahlíð í Skógasafni       1.300.000

Friðuð hús og mannvirki

Baðstofan í gömu húsaröðinni á Sauðhúsvöllum      900.000

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Minjastofnunar.