Mánudaginn 25. nóvember kl: 20:00 er er söngkeppni Hvolsskóla og Tvistsins.

Söngkeppnin fer fram í sal Hvolsskóla og við hvetjum alla til að mæta. Sigurvegarar fara áfram á undankeppni USSS sem er Undankeppni Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi.

Fjöldinn allur verður af góðum söngatriðum og hvetjum við alla til að mæta. Myndir af æfingum má finna á

slóðinni http://www.hvolsskoli.is/?c=album&page=list-image&lid=&album=162.Sjoppa verður á staðnum að venju. Aðgangseyrir er 500 krónur.

Allir hjartanlega velkomnir.

Bestu kveðjur, Tvisturinn og nemendaráð