Samkvæmt tölum frá Hagstofunni frá því í febrúar 2013 þá búa nú 1.735 einstaklingar í Rangárþingi eystra. 905 karlar og 830 konur. Í febrúar 2012 bjuggu 1.741 einstaklingur í sveitarfélaginu svo að íbúum hefur fækkað um 6 milli ára. Það hefur þó fjölgað íbúum á Hvolsvelli milli ára því í febrúar 2012 bjuggu 893 á Hvolsvelli en í febrúar 2013 bjuggu þar 902.

Þessar og fleiri upplýsingar má finna á vef Hagstofunnar og einnig má sjá töflu með töluupplýsingar fyrir sveitarfélagið frá 2006 hér