Benedikt Benediktsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, hélt erindi tengt lýðheilsu í Rangárþingi eystra á ársfundi Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn var í Miðgarði, Skagafirði, 13. nóvember síðastliðinn.

Í erindinu fjallaði Benedikt um það góða starf sem hann og fleiri innan sveitarfélagsins hafa unnið í tengslum við heilsueflingu og sagði jafnframt frá þeim fjölbreyttu viðburðum, tengdum heilsu, sem fram fara í Rangárþingi eystra. Fulltrúar frá öðrum sveitarfélögum lýstu yfir mikilli ánægju með þá vinnu sem farið hefur fram hér og sum hver eru farin að vera með viðburði eins og heilsuvikuna með heilsuviku þessa sveitarfélags að fyrirmynd. Heilsustígurinn vakti einnig mikla lukku og ætluðu margir að skoða þessa hugmynd með sín sveitarfélög í huga. Benedikt sagði líka frá samningnum sveitarfélagsins við heilsugæslustöðina um trúnaðarlækni og veikindaskráningar ásamt heilsufarsmælingum og vakti það mjög jákvæða athygli.