Hlíðarvegur á Hvolsvelli verður lokaður í dag, mánudaginn 22.nóv. vegna vegaframkvæmda á móts við Lögreglustöð. Lokunin er frá gatnamótunum við Nýbýlaveg/Ormsvöll og að gatnamótunum við Öldubakka. Umferð verður beint um merkta hjáleið um Nýbýlaveg, Hvolstún og Öldubakka.

Reiknað er með að loka eftir morgunumferðina í skóla og líklegt er að lokað verði fram eftir degi, þriðjudaginn 23. nóvember.