Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag þá segir Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, að samningar hafi náðst við Evrópusambandið um að ljúka við uppbyggingu Kötlu jarðvangs en þó verði dregið úr umfangi verkefnisins. Sigurður segir að með þessu samkomulagi þá þurfi ekki að segja upp þeim þremur starfsmönnum sem vinna að verkefnum innan jarðvangsins í fullri vinnu en það er mjög mikilvægt til þess að hægt sé að klára þau verkefni sem fyrir liggja.

Í viðtalinu segir Sigurður:

"Heildarumfang verkefnisins minnkar úr upphæð sem svarar til 116 milljóna króna í rétt rúmar 100 milljónir kr. Evrópusambandið greiðir 75% kostnaðar. Sigurður segir að felld verði niður kynnisferð til Evrópu og koma erlendra sérfræðinga á lokaráðstefnu. Þá verður salernisaðstaða byggð upp á þremur stöðum í stað fimm og uppsetning fræðsluskilta og annarrar aðstöðu verður á 24 áfangastöðum í stað 25 eins og áformað var." (Morgunblaðið 12. febrúar, bls. 2.)